ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Árvirkinn ehf
Eyravegi 32
800 Selfossi
S: 480 1160
N: verslun@arvirkinn.is

Árvirkinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

AFHENDING VÖRU

Seljandi afhendir vörur næsta virka dag eftir pöntun, eftir staðfestingu á móttöku greiðslu. Verði töf á afhendingu mun seljandi reyna að upplýsa kaupanda sem allra fyrst um allt slíkt og ástæður þess.

SENDINGARKOSTNAÐUR

Árvirkinn býður upp á útkeyrslu á vörum og er sá kostnaður sem hér segir:

Innan Árborgar sendum við ný heimilistæki frítt heim til viðskiptavina. Utan Árborgar er gjald fyrir heimkeyrslu samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

SKIL Á VÖRUM

Heimilt er að skila vörum og fá inneignarnótu fyrir upphæðinni gegn því að varan sé ónotuð og í heilum óopnuðum umbúðum. Staðfesta þarf vörukaup með því að sýna kassakvittun eða reikning. Skilaréttur er að öðru leyti skv. lögum um neytendakaup hverju sinni.

VERÐ OG VERÐBREYTINGAR

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

SÉRPANTANIR

Árvirkinn áskilur sér rétt til að óska eftir greiðslu 30% staðfestingargjalds vegna sérpantana.

TRÚNAÐUR (ÖRYGGISSKILMÁLAR)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

VAFRAKÖKUR

Vafrakökur eru smáar tölvuskrár sem sendar eru frá vefsíðunni í tölvuna þína til að auka eiginleika og virkni vefsíðu Árvirkjans. Kökurnar fá nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefinn og muna stillingar notenda í tiltekinn tíma. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar um notendur út frá þessum upplýsingum. Við áframsendum aldrei upplýsingar til þriðja aðila.

Ef þú vilt ekki nota vafrakökur má breyta stillingum í vafranum sem þú notar svo að upplýsingar verði ekki vistaðar án þess að beðið sé um leyfi fyrst. Ef netvari þinn leyfir kökur senda flestar heimasíður þær í tölvuna eða snjallsímann. Hins vegar getur þú breytt stillingum til að taka ekki á móti þeim. Það er gert á mismunandi hátt í vafranum en jafnan í gegnum „Options“- eða „Preferences“-flipann. Nálgast má upplýsingar um eyðingu stillinga fyrir vafrakökur á aboutcookies.org.

Árvirkinn notar vafrakökur („cookies“) í því skyni að gera vefinn enn betri og aðgengilegri fyrir notendur. Til að upplifa alla þá eiginleika, sem vefsíða Árvirkjans hefur upp á að bjóða, mælum eindregið með því að vafrinn samþykki vafrakökur („cookies“).

PÓSTLISTI

Árvirkinn heldur úti póstlista til að upplýsa viðskiptavini um vörur, nýjungar, tilboð, viðburði og fleira sem við kemur starfsemi fyrirtækisins.

Skráning á póstlistann er án bindingar og áskrifandi getur afskráð sig hvenær sem er með því að smella á Afskrá hlekkinn neðst í hverju skeyti.

Árvirkinn gætir friðhelgi skv. reglum um póstsendingar og mun aldrei láta póstfang í hendur þriðja aðila.

LÖG OG VARNARÞING

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Árvirkjans á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Selfoss, 22. Nóvember 2018

Með fyrirvara um breytingar.