
Árvirkinn býður upp á alhliða þjónustu á sviði raflagna
Engin verk eru of lítil eða of stór fyrir okkur.
Ásamt því að Árvirkinn reki verslun, starfa rafverktakar, rafeindavirkjar og sérfræðingar í öryggiskerfum raflagna að Eyravegi 32 á Selfossi.
Verkstæðið
Rekum öfluga viðgerðaþjónustu á stærri heimilistækjum, s.s. þvottavélum, uppþvottavélum og eldavélum. Sækjum og sendum heim ef óskað er.
Tímagjald – heimilistæki 13.490 kr
Skoðunargjald – heimilistæki 4.450 kr
Flutningur – heimilistæki frá 3.600 kr
Rafvirkjaþjónusta
Vantar þig rafvirkja? Hringdu í síma 480-1160 eða á arvirkinn@arvirkinn.is og fáðu upplýsingar um verð, tilboð í verk eða svör við fyrirspurnum á hverju því sem tengist raflögnum.
Rafeindaþjónusta
Rafeindavirkjar okkar eru sérfræðingar í uppsetningu á öryggiskerfum fyrir fyrirtæki og heimili og er Árvirkinn ehf. samstarfsaðili Öryggismiðstöðvarinnar. Meðal annarra verkefna rafeindavirkja okkar eru uppsetningar á loftnets –og símkerfum, tölvulagnir o.fl.
Rafeindavirkjar okkar veita upplýsingar um loftnetskerfi, öryggiskerfi og margt fleira. Fyrirspurnir sendist á rafeind@arvirkinn.is eða hafið samband í síma 480-1160
Öryggiskerfi
Allar nánari upplýsingar um öryggiskerfi má fá í síma 480-1160 eða á rafeind@arvirkinn.is
Gróðurhúsaþjónusta
Frá því að Árvirkinn var stofnaður hefur fyrirtækið ávallt leitast við að veita garðyrkjubændum úrvals þjónustu. Í gegnum árin hafa starfsmenn þess öðlast víðtæka reynslu á sérhæfðu sviði raflagna og stjórnbúnaðar í gróðurhúsum.
Árið 2009 hóf Árvirkinn náið samstarf með fyrirtækinu Frjó Quatro, sem er umboðs- og þjónustuaðili á sviði garðyrkju, ylræktar og matvælaframleiðslu. Þá hóf Árvirkinn að sinna allri tækniþjónustu tengdri umboði Frjó Quatro á danska vörumerkinu Senmatic – DGT Volmatic, sem er mest notaði stjórnbúnaður í gróðurhúsum á Íslandi í dag.
Sumarið 2010 tók Árvirkinn svo alfarið við umboði á vörum Senmatic og sinnir nú allri sölu, innflutningi og þjónustu á þeirra vörum á Íslandi.
Árvirkinn er enn í góðu samstarfi með Frjó Quatro og styðja fyrirtækin hvort annað í því að veita garðyrkjubændum sem besta þjónustu.
