Quantum Processor 4K
Öflugur örgjörvi skilar bestu mynd - og hljómgæðum sem völ er á.
Motion Xcelerator Turbo+ 4K@120Hz (HDMI 2.1)
Spilaðu tölvuleiki í 120hz í 4K upplausn á öllum fjórum HDMI tengjum. Ekkert ,,lagg'' eða leiðindi í skjánum þegar maður spilar Call of Duty.
Samsung Smart Hub
Glænýtt viðmót í hinu frábæra Tizen stýrikerfi, öll afþreying og tölvuleikir á sama stað. Hægt er að breyta og raða valmynd í stýrikerfinu upp eins og maður vill hafa hana.
Eye Comfort Mode
Sjónvarpið stillir birtu og liti eftir því hve bjart er úti. Það er því þægilegra að horfa á sjónvarpið á kvöldin eftir langan dag.
AirSlim hönnun
Ofurþunn hönnun gerir þér kleift að setja sjónvarpið þétt upp við vegginn. Þannig fellur það betur inn í umhverfið í stofunni.